Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla en fyrr í kvöld vann FH dramatískan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum.
KR vann sinn fyrsta leik frá því í annari umferð með því að vinna Fram á útivelli. Theodór Elmar Bjarnason og Atli Sigurjónsosn skoruðu mörk KR í leiknum.
KR fer upp úr fallsæti með sigrinum. Á sama tíma gerðu Stjarnan og Fylkir jafntefli.
Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði áður en Nikulás Val skoraði virtist tryggja Fylk sigurinn. Emil Atlason jafnaði hins vegar fyrir stjörnuna í uppbótartíma.
Rúnar Páll Sigmundsson var að stýra liði í fyrsta sinn gegn Stjörnunni en hann þjálfari Fylki í dag, Rúnar gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum árið 2014. Eini slíki titill í sögu félagsins í karlaflokki.
Stjarnan 1 – 2 Fylkir
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson
1-1 Pétur Bjarnason
1-2 Nikulás Val Gunnarsson
Fram 1 – 2 KR
0-1 Atli Sigurjónsson
0-2 Theodór Elmar Bjarnason
1-2 Brynjar Gauti Guðjónsson