Mohammed Kudus er á lista enskra stórliða fyrir sumarið.
Um er að ræða sóknarmiðjumann Ajax sem hefur heillað mikið á leiktíðinni. Hefur hann skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir lið og land, en hann er ganverskur landsliðsmaður.
Samkvæmt The Athletic hafa Arsenal, Manchester United og Newcastle öll augastað á Kudus.
Kappinn er samningsbundinn Ajax til 2025. Talið er að hollenska stórveldið vilji um 40 milljónir punda fyrir hann.
Kudus hefur verið á mála hjá Ajax frá 2020, en hann kom frá Nordsjælland í Danmörku.