Olivier Giroud, leikmaður AC Milan, myndi elska það að fá Christian Pulisic til félagsins frá Chelsea í sumar.
Pulisic er líklega á förum frá Chelsea í sumarglugganum en hann fær lítið að spila og hefur einnig verið mikið meiddur.
Chelsea virðist ætla að losa leikmanninn í sumar en Giroud spilaði með honum í London um tíma.
,,Hann var alltaf ánægður strákur, hann var jákvæður og alltaf brosandi,“ sagði Giroud við Morning Footy.
,,Það var auðvelt að grínast með honum. Okkar skilningur á vellinum var góður og hann var aðeins eins og Eden Hazard, jafnvel þó ég hafi spilað minna með Christian.“
,,Þetta er mjög tæknilega góður leikmaður, hann getur tekið menn á og spilað þríhyrning. Hann vissi hvernig átti að nota mig og ég vissi það sama á móti.“
,,Ég held að fólk myndi elska að fá hann hingað. Þetta er stórt nafn í Evrópu og hann myndi hjálpa okkur mikið.“