Það eru allar líkur á að Borussia Dortmund verði þýskur meistari á þessu tímabili.
Dortmund spilaði við Augsburg á útivelli í dag og vann öruggan 3-0 sigur og komst að nýju í toppsætið.
Sigurinn þýðir að Dortmund er með 70 stig á toppnum og er tveimur stigum á undan Bayern Munchen sem er í öðru sæti.
Bayern tapaði gegn RB Leipzig á heimavelli í síðustu umferð og þarf í raun á kraftaverki að halda í lokaumferðinni.
Dortmund spilar við Mainz á heimavelli og með sigri er liðið orðið meistari en Bayern fær erfiðari leik gegn Köln á útivelli.