Erik ten Hag, stjóri Manchester United, neitar að tjá sig um hvort það sé vilji félagsins að halda Marcel Sabitzer hjá félaginu.
Sabitzer hefur staðið sig með prýði á Old Trafford síðan hann skrifaði undir samning við félagið í janúar.
Austurríski landsliðsmaðurinn er aðeins í láni hjá Man Utd en hann er í eigu Bayern Munchen.
Margir stuðningsmenn Man Utd vilja halda Sabitzer hjá félaginu en Ten Hag segir að hann sé lítið að hugsa um það eins og er.
,,Við sjáum til en það er ekki aðalatriðið núna, við einbeitum okkur bara á Bournemouth,“ sagði Ten Hag en liðin áttust við í gær og vann Man Utd 1-0 sigur.