Lee Gregory, leikmaður Sheffield Wednesday, týndi grímu sinni sem hann notast við í leikjum eftir að hann braut kinnbein á dögunum. Stuðningsmaður kom honum til bjargar.
Gríman týndist í fagnaðarlátum Wednesday og stuðningsmanna eftir ótrúlegan sigur liðsins í undanúrslitum umspilsins í C-deildinni á dögunum. Liðið var 4-0 undir gegn Peterbrough eftir fyrri leik liðanna en van sneri taflinu við í seinni leiknum og vann í vítaspyrnukeppni.
Fagnaðarlætin á heimavelli liðsins voru eðlilega mikil og í hamagangnum týndist gríma Gregory.
Wednesday sendi út tilkynningu. „Eftir ótrúlegan viðsnúning okkar á þriðjudag týndist gríma Lee Gregory. Við getum ekki fengið nýja fyrir næstu viku. Veit einhver hvar hún gæti verið,“ sagði í henni, en liðið mætir Barnsley í úrslitaleik um sæti í B-deildinni eftir rúma viku.
Það kom óvænt svar frá stuðningsmanni.
„Pabbi minn fann hana eftir leik! Sendið mér skilaboð og ég kem henni til hans (Gregory),“ svaraði hann.
Aldeilis vel gert hjá stuðningsmanninum sem bjargaði málunum fyrir úrslitaleikinn.
Yes , my dad picked it up after the game! Dm me ill get it to him before monday! #swfc https://t.co/DmpLNd2jWp pic.twitter.com/u5xN5kaSTE
— Louie Hodkin (@LCHodkin) May 21, 2023