Það fóru þrjú rauð spjöld á loft í dag er Selfoss spilaði við Fjölni í Lengjudeild karla.
Þorlákur Breki Baxter, Sigurvin Reynisson og Gonzalo Zamorano fengu allir að líta rauða spjaldið í viðureigninni.
Fjölnir hafði betur með tveimur mörkum gegn einu en Máni Austmann Hilmarsson tryggði liðinu sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks.
Tveir leikmenn Selfoss, Þorlákur Breki og Zamorano voru reknir af velli á meðan Sigurvin fékk rautt hjá gestunum.
Á sama tíma áttust við Grótta og Vestri en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli. Vestri komst tvívegis yfir en Grótta jafnaði í tvígang og jafntefli niðurstaðan.
Selfoss 1 – 2 Fjölnir
0-1 Hákon Ingi Jónsson (’25)
1-1 Guðmundur Tyrfingsson(’30)
1-2 Máni Austmann Hilmarsson(’45)
Grótta 2 – 2 Vestri
0-1 Mikkel Jakobsen (’26)
1-1 Ibrahima Balde(’35, sjálfsmark)
1-2 Vladimir Tufegdzic(’63)
2-2 Aron Bjarki Jósepsson(’83)