Albert Botines, umboðsmaður markmannsins Andre Onana, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að leikmaðurinn sé á leið til Chelsea.
Chelsea er sterklega orðað við Onana sem hefur staðið sig vel með Inter Milan á tímabilinu en var áður hjá Ajax í Hollandi.
Samkvæmt Botines er Onana ánægður hjá Inter en liðið mun spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar á tímabilinu gegn Manchester City.
,,Það er eðlilegt að það séu sögusagnir á kreiki þessa stundina en ég vil ekki tjá mig of mikið því strákurinn er aðeins einbeittur á að spila,“ sagði Botines.
,,Við gerðum fimm ára samning við Inter og eigum fjögur ár eftir. Nú einbeitir hann sér bara á að klára Serie A og úrslit Meistaradeildarinnar.“
,,Engar áhyggjur, hann er mjög ánægður og er að spila fyrir besta lið Ítalíu.“