Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Tottenham hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu. Brynjar er harður stuðningsmaður liðsins.
„Þetta hafa verið ótrúlegt vonbrigði. Það vantar alltaf eitthvað. Þú þarft leikmenn sem geta snúið leikjum við. Það er ekki nóg að hafa einn framherja, þó Kane sé gulls í gildi,“ segir Brynjar.
„Ef þú ætlar að búa til vinnings lið þarf að vera afgerandi leikmaður á miðjunni, sem getur búið eitthvað til.
Þetta er ekki nóg. Þetta verður bara miðlungs lið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.