Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Brynjar er mikill Valsari og styður félagið í öllum íþróttagreinum. Hann átti erfitt með að horfa á úrslitaeinvígið í Subway deild karla á milli Vals og Tindastóls.
Hrafnkell skildi þetta vel en hann er oft stresaður að fylgjast með sínu liði, Breiðabliki, í fótboltanum.
„Mér finnst þetta agalegt og þyrfti oft að leita mér að sálfræðingi.“
Brynjar tók í sama streng. „Já. Ég held að það þyrfti sálfræðing af dýrari gerðinni til að ráða við þetta.
Ég er rosa mikill Valsari og líður ekki vel þegar Valur tapar,“ sagði hann en eins og frægt er tapaði Valur úrslitaeinvíginu í körfunni.
Umræðan í heild er í spilaranum.