Lionel Messi er að fara skoða framtíð sína en nokkuð ljóst er að hann er að leika sína síðustu leiki fyrir PSG.
Barcelona reynir að búa til gat í bókhaldinu til að koma Lionel Messi fyrir en óvíst er hvort það gangi.
Forráðamenn Al-Hilal í Sádí Arabíu leggja allt í sölurnar til að fá Messi og höfðu boðið honum 400 milljónir evra á ári.
Forráðamenn félagsins ætla sér að fá Messi og hafa hækkað tilboðið upp í 500 milljónir evra á tímabilið.
Messi hefur sterkar tengingar við Sádí Arabíu en hann fær vel greitt fyrir að vera sendiherra fyrir landið og auglýsa það á Instagram.