Nýjasti þáttur Íþróttavikunnar er komin út hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta.
Í þetta sinn var gesturinn fyrrum alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Það var mikið fjör í þættinum og farið yfir víðan völl.
Íslenskar íþróttir, enski boltinn, Meistaradeildin og margt fleira var á dagskrá.
Þá fór Brynjar einnig yfir íþróttaferil sinn.