Arsenal reynir eins og það getur að framlengja samning sinn við William Saliba, varnarmaðurinn hefur átt gott tímabil.
Saliba hefur misst af síðustu leikjum og hefur varnarleikur Arsenal ekki verið eins góður og áður vegna þess.
Saliba á bara eitt ár eftir af samningi sínum og því er hættan sú að hann fari hreinlega frítt næsta sumar.
Mikel Arteta vonar að hægt verði að koma í veg fyrir það. „Samtalið er í gangi, við reynum að halda öllum góðum leikmönnum hjá okkur. Það vilja allir klára þetta og vonandi finnst lausnin,“ segir Arteta.
Aaron Ramsdale skrifaði undir nýjan samning í gær og félagið er langt komið með viðræður við Bukayo Saka.