Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, segir að það sjáist langar leiðir að Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar sé feginn að vera laus við Ágúst Gylfason úr starfinu.
Ágúst var rekinn úr starfi á dögunum og var Jökull, sem var aðstoðarmaður hans, ráðinn í starfið.
„Það sést langar leiðir að hann er feginn að vera laus við Gústa, ég tala bara hreint út. Það sést langar leiðir,“ segir Mikael í Þungavigtinni í dag.
Stjarnan hefur unnið sannfærandi sigra í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Jökuls en margir veltu því fyrir sér af hverju hann var ekki rekinn líkt og Ágúst.
„Hann var greinilega aldrei að fara, það eru bara sérfræðingar sem tala um það sem spá í hlutana. Það var aldrei í myndinni að hann væri að fara.
„Það var alltaf í myndinni að hann tæki við þessu. Þetta var umræðan í heilt ár, byrjunin hjá honum er stórkostleg,“ segir Mikael.