John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea fær nokkuð hörð viðbrögð vegna þess að hann gaf börnunum sínum veglega afmælisgjöf.
Summer og Georgie Terry eru tvíburar sem fögnuðu 17 ára afmæli sínu í gær.
Fengu þau bæði Mercedes Benz bifreið að gjöf sem þau munu vafalítið njóta vel.
Terry á mikið af peningum enda þénaði hann rosalega á ferli sínum og hefur komið sér vel fyrir ásamt fjölskyldu sinni í úthverfi London.
Bílarnir sem börnin fengu kosta 41 þúsund pund eða rúmar 7 milljónir íslenskra króna.