Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg urðu í dag þýskir bikarmeistarar.
Íslenska landsliðskonan spilaði fyrri hálfleik í 4-1 sigri á Freiburg.
Staðan í hálfleik var 1-1 en Wolfsburg tók öll völd í seinni hálfleiknum.
Wolfsburg hefur haft mikla yfirburði í þýska bikarnum undanfarin ár og var að vinna hann í níunda sinn nú.