„Ég sagði þér það, ég sagði þér það,“ öskraði Pep Guardiola stjóri Manchester City á Rio Ferdinand sérfræðing BT Sport eftir leik City og Real Madrid í gærkvöldi.
City vann þar sannfærandi 4-0 sigur á Real Madrid og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Guardiola og Ferdinand virðast vera ágætis félagar því Ferdinand útskýrði í beinni af hverju stjórinn hafi verið að segja þetta við sig.
„Þú gerðir það,“ svaraði Rio til Guardiola og útskýrði svo málið.
„Hann sendi mér skilaboð, Pep sendi mér skilaboð fyrir leikinn og ég óskaði þeim góðs gengis. Hann sagði mér að trúa sér, að þeir hefðu unnið þá fyrir tveimur árum og að þeir myndu vinna aftur. Hann bað mig um að trúa sér,“ sagði Rio.
Atvikið má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram