Mynd sem birtist á samfélagsmiðlum tengdum Pep Guardiola eftir sigurleikinn gegn Real Madrid í gær er nú búið að eyða.
Myndin sýnir Guardiola ásamt Khaldoon Al Mubarak, Mauricio Macri sem er fyrrum forseti Argentínu og bróðir PEp meðal annars.
Þeir félagar halda uppi fjórum fingrum til að minna á að City hafi unnið Real Madrid, 4-0.
Guardiola er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Real Madrid enda tengdur Barcelona nánum böndum. Talið er að Guardiola hafi verið að herma eftir Gerard Pique.
Eftir 5-0 sigur Barcleona á Real Madrid árið 2010 þá hélt Pique, fimm puttum á lofti til að minna á sigurinn.
Myndinni hefur verið eytt núna en Mirror birtir hana en City er nú komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigurinn í gær.