fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Evrópukeppnir kvöldsins: Mourinho í enn einn úrslitaleikinn – West Ham og Fiorentina mætast í Sambandsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 21:42

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var spilað í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld. Um seinni leiki undanúrslita var að ræða.

Roma heimsótti Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni með 1-0 sigur á bakinu eftir fyrri leikinn.

Leiknum í kvöld lauk með markalausu jafntefli og lærisveinar Jose Mourinho því komnir í úrslitaleikinn.

Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Sevilla og Juventus. Fyrri leikurinn fór 1-1 í Tórínó.

Dusan Vlahovic kom Juventus yfir á 65. mínútu en skömmu síðar jafnaði Suso leikinn.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því gripið til framlengingar. Þar skoraði Erik Lamela snemma fyrir Sevilla.

Það reyndist sigurmarkið og fer Sevilla áfram með samanlagt 3-2 sigri í einvíginu.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Roma – Sevilla

Í sambandsdeildinni heimsótti West Ham AZ Alkmaar.

Hamrarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og einvígið samanlagt 3-1 með marki Pablo Fornals í blálok leiksins í kvöld.

Andstæðingur West Ham verður Fiorentina.

Fiorentina mætti Basel í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk 1-2 fyrir Basel á Ítalíu og því á brattann að sækja fyrir Fiorentina í kvöld.

Nicolas Gonzalez kom þeim hins vegar yfir á 35. mínútu leiksins. Á 55. mínútu jafnaði Zeki Amdouni fyrir heimamenn.

Fiorentina náði forystunni á ný með öðru marki Gonzalez og staðan eftir venjulegan leiktíma 1-2. Samanlagt 3-3 og því farið í framlengingu.

Það stefndi í vítaspyrnukeppni þegar Antonin Barak skoraði fyrir Fiorentina í lok framlengingarinnar. Lokaölur 1-3, samanlagt 4-3 fyrir Fiorentina sem fer áfram.

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar
West Ham – Fiorentina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu