Allar líkur eru á því að Everton verði selt á næstu dögum til fjárfestingarsjóðs í Bandaríkjunum. Ensk blöð fjalla um málið.
Talið er að kaupin gætu jafnvel gengið í gegn í næstu viku en það er eru 777 Partners í Bandaríkjunum sem er að kaupa félagið.
Sagt er að kaupverðið sé 600 milljónir punda en í samhengi við það stefnir í að Manchester United verði selt á 5 milljarða punda.
777 Partners er fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum og eru höfuðstöðvar þeirra í Miami.
Þeir þekkja vel til fótboltafélaga og eiga hluti í Sevilla, Genoa, Standard Liege og Vasco de Gama. Með Genoa leikur Albert Guðmundsson.
Farhad Moshiri á 94 prósent hlut í Everton en vill losna út en mögulega er Everton að falla úr ensku úrvalsdeildinni.