Það er draumur Mikel Arteta að sækja tvo leikmenn frá Manchester City í sumar ef marka má ensk blöð.
Þar segir að Arteta reyni nú að fá Ilkay Gundogan sem verður samningslaus í sumar. Arteta vonar að Gundogan heillist af því að búa í London.
Talið er að Arteta muni reyna að fá Joao Cancelo sem er til sölu í sumar en hann og Pep Guardiola eiga ekki skap saman.
Þá er talið öruggt að Arsenal muni gera tilboð í Declan Rice miðjumann West Ham sem ógnar sífellt með krafti sínum.
Svona gæti því byrjunarlið Arsenal litið út á næstu leiktíð ef Arteta fær allar sínar óskir.