Volker Struth, umboðsmaður Julian Nagelsmann segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá þýska stjóranum að hafna því að taka við Chelsea. Umboðsmaðurinn segir að Nagslemann hafi verið efstur á blaði hjá Chelsea.
Chelsea er að ganga frá ráðningu á Mauricio Pochettino en Nagelsmann var rekinn frá Bayern á dögunum og Chelsea tók samtalið við hann.
„Ég get staðfest að Chelsea hringdi fljótt, það voru samræður í gegnum síma,“ segir Struth.
„Það var rétt ákvörðun hjá Nagelsmann að fara ekki þangað, þetta er félag sem er í tómu tjóni. Kaupstefnan er furðuleg, þeir eyða miklu en þetta hefur vakið furðu. Það voru líka önnur vandamál.“
„Hann var efstur á blaði hjá þeim, það voru skilaboðin til okkar. Þetta hefði gerst ef hann hefði viljað þetta.“