Samkvæmt fréttum í Þýskalandi eru bæði Newcastle og Manchester United á meðal liða sem hafa áhuga á að kaupa Sadio Mane sóknarmann FC Bayern í sumar.
Sky í Þýskalandi sagði frá því í gær að þýska stórveldið væri til í að losa sig við Mane.
Bayern keypti Mane frá Liverpool síðasta sumar fyrir 27,4 milljónir punda en Thomas Tuchel hefur ekki hug á að nota hann.
Mane átti að verða skærasta stjarna Bayern en það hefur mistekist og vill þýska liðið losa sig við hann.
Fréttir í Þýskalandi segja að aðeins lið á Englandi geti tekið við launapakka Mane, hann þénar 17,4 milljónir punda á ári.
Mane var nálægt því að ganga í raðir United sumarið 2016 en fór þá til Liverpool þar sem hann blómstraði. Endurkoma á Anfield er sögð ómöguleg en félagið hefur verslað sóknarmenn inn á síðustu mánuðum.