Jadon Denayer fyrrum varnarmaður Manchester City og leikmaður belgíska landsliðsins hefur gert allt vitlaust með því að ganga um göturnar með tígrisdýr.
Denayer lék í fjögur ár með Lyon áður en hann samdi síðasta sumar við lið í Sameinuðu arabíska furstadæmunum.
Denayer gekk um götur Dubai með tígrisdýr í ól en dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt hann harkalega.
Denayer var í fimm ár hjá Manchester City en tókst aldrei að koma sér í neitt hlutverk þar.
Hann var lánaður til Sunderland meðal annars og varð svo meistari með Celtic í Skotlandi áður en hann var seldur frá City.