Manchester United gæti látið allt að 13 leikmenn fara frá félaginu í sumar þegar Erik ten Hag stjóri félagsins ætlar sér að taka til og byggja upp sterkari hóp.
Þannig er ljóst að Phil Jones og Axel Tuanzebe fara báðir frá félaginu þegar samningar þeirra eru á enda.
Enska blaðið Mirror segir svo frá því að miðverðirnir Harry Maguire og Eric Bailly verði báðir til sölu, fyrirliðinn, Maguire er í litlu hlutverki og Bailly er á láni í Frakklandi.
Aaron Wan-Bissaka, hefur spilað mikið undanfarið en ef gott tilboð kemur eru líkur á að hann verði seldur.
Þar segir einnig að Anthony Elanga, Anthony Martial, Donny van de Beek, Brandon Williams og Alex Telles geti allir farið út um dyrnar ef tilboð kemur.
Markvörðurinn, Tom Heaton má svo fara og ungu leikmennirnir Ethan Galbraith, Ondrej Mastny og Charlie Wellens geta allir farið. Auk, Nathan Bishop, markvarðarins.