Wilfried Zaha, kantmaður Crystal Palace virðist ætla að halda áfram hjá félaginu og það kannski eðlilega. Palace hefur boðið honum 200 þúsund pund á viku.
Zaha hefur verið besti leikmaður Palace um langt skeið en hann verður samningslaus í sumar.
Hann hefur skoðað kostina á borðinu en að verða launahæsti leikmaður í sögu Palace ætlar að verða ofan á.
Zaha er þrítugur en hann snéri aftur til Palace árið 2015 eftir erfiða dvöl hjá Manchester United.
Palace er að vinna í því að halda Roy Hodgson sem stjóra liðsins en hann tók við á dögunum og hefur náð því besta úr liðinu.
BREAKING: Wilf Zaha is seriously considering staying at #CPFC.
He is a fee agent this summer but has been offered a 4 year deal worth around £200,000-a-week to become the highest paid player in their history.
– talkSPORT sources understand
📲 Listen ☞ https://t.co/VJgUHnqdM1 pic.twitter.com/be3yUvEUNn
— talkSPORT (@talkSPORT) May 17, 2023