Age Hareide mun kynna sinn fyrsta landsliðshóp þann 6 júní en þá verða ellefu dagar í fyrsta leik liðsins þar sem liðið mætir Slóvakíu á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Þremur dögum síðar er leikur gegn Portúgal.
Þetta verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn. Hareide sem fékk starfið eftir að stjórn KSÍ ákvað að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi.
Hareide boðaði það á fyrsta blaðamannafundi að Albert Guðmundsson sóknarmaður Genoa myndi snúa aftur í hópinn en hann hafði ekki verið í hópnum í tæpt ár hjá Arnari.
Hareide hefur einnig boðað það að Aron Einar Gunnarsson verði áfram fyrirliði liðsins en hann varð bikarmeistari með Al-Arabi í Katar á dögunum.
Norski þjálfarinn hefur svo fundað með Gylfa Þór Sigurðssyni en hann verður ólíklega í hópnum í júní eftir að hafa ekki spilað fótbolta í tvö ár.
⚽️Tveir heimaleikir í undankeppni EM 2024 í júní. Fyrsti hópur Åge Hareide verður tilkynntur 6. júní.
🎫Síðasti séns að kaupa mótsmiða á alla leikina í undankeppninni. Opið á Tix til hádegis í dag, miðvikudag! #afturáEM
➡️https://t.co/bwhjf94Sss pic.twitter.com/vdhxp6oeNY— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2023