Árangur Arsenal eftir að William Saliba meiddist er ekki góður og velta sérfræðingar á Englandi því fyrir sér hvort meiðsli hans tengist því að Arsenal verði ekki enskur meistari.
Saliba hefur átt gott tímabil og Arsenal vann 77,8 prósent leikja áður en franski varnarmaðurinn meiddist.
Saliba meiddist svo og hefur Arsenal aðeins unnið fjóra af níu leikjunum eftir meiðslin.
Arsenal hefur kastað frá sér titlinum með slæmum úrslitum undanfarið en tapið gegn Brighton á sunnudag gerir það nánast ómögulegt að Arsenal verði meistari.
Saliba spilar ekki meira á þessu tímabili en á Sky Sports í morgun var því velt fyrir sér hvort Mikel Arteta myndi kaupa miðvörð í sumar.
Ætti Arsenal þá að vera betur í stakk búið til að taka á því ef Saliba eða aðrir varnarmenn meiðast.
Arsenal PL record this season, with and without Saliba! 📊🔴 pic.twitter.com/a3Nkxyt5VR
— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023