Carlos Tevez átti magnaðan feril sem leikmaður og var í sjö ár á Englandi, hann lék með West Ham, Manchester United og Manchester City. Þrátt fyrir mörg ár þá lærði Tevez ekki ensku.
Hann segist hafa ákveðið það að læra ekki ensku af því að frændi hans varð fyllibytta eftir stríð árið 1982.
„Ég átti í vandræðum með kúltúrinn á Englandi. Ég vildi ekki læra ensku, ég vildi að þeir myndu læra spænsku,“ sagði Tevez.
Ástæðan sem Tevez gefur upp er í reynd ansi furðuleg.
„Ég átti frænda sem spilaði með River Plate, hann er eini stuðningsmaður River í minni fjölskyldu. Hann var í varaliðinu og átti að vera að fara í aðalliðið, hann var svo kallaður í Falklandseyjastríðið.“
Það stríð var tíu vikna stríð á milli Englendinga og Argentínu árið 1982.
„Hann var í vandræðum eftir það og varð alkóhólisti, það var erfitt fyrir mig því við vorum mjög nánir.“
„Ég var í vinnu á Englandi en vildi ekki læra kúltúrinn, það er ástæða fyrir öllu. Það þekkja fáir þessa sögu en í dag get ég talað.“
„Þeir vildu sjá mig læra enskur en þeir hefðu getað lært spænsku því ég var ekki að fara að læra ensku.“