Breiðablik hefur ekki spilað á heimavelli í Bestu deild karla frá því í fyrstu umferð en gervigrasið var tekið upp og verið var að leggja nýtt.
UEFA setti út á gervigrasið vegna Evrópuleikja og varð Kópavogsbær að rífa upp heftið og leggja nýtt gras á völlinn.
„Framkvæmdir á Kópavogsvelli ganga vel og er unnið að því hörðum höndum að gera allt klárt fyrir næsta heimaleik hjá strákunum. Sá leikur fer fram á sunnudaginn kl 17:00 og er mótherjinn KA,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum Blika.
Blikar léku einn heimaleik á Wurth vellinum í Árbæ en hefur spilað fimm útileiki í fyrstu sj0 umferðunum en liðið getur nú aftur farið á fullt á Kópavogsvelli.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru sex stigum á eftir toppliði Víkings en Víkingar eru með fullt hús stiga.
Framkvæmdir á Kópavogsvelli ganga vel og er unnið að því hörðum höndum að gera allt klárt fyrir næsta heimaleik hjá strákunum. Sá leikur fer fram á sunnudaginn kl 17:00 og er mótherjinn KA. pic.twitter.com/2qHdmkQDCA
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 16, 2023