16-liða úrslit Mjólkurbikars karla hófust í dag með Lengjudeildarslag Þórs og Leiknis R.
Það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus þegar Aron Ingi Magnússon kom heimamönnum yfir.
Um miðbik seinni hálfleiks varð staða Þórsara svo enn vænlegri þega Ion Perello skoraði annað mark þeirra.
Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir Leikni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.
Ingimar Arnar Kristjánsson gerði hins vegar endanlega út um leikinn fyrir Leikni nokkrum mínútum síðar.
Liðin mætast öðru sinni um helgina, þá í Lengjudeildinni.
Þór 3-1 Leiknir R.
1-0 Aron Ingi Magnússon
2-0 Ion Perello
2-1 Róbert Hauksson
3-1 Ingimar Arnar Kristjánsson