Leikmenn Real Madrid voru látnir hanga á flugvellinum í Manchester eftir komu liðsins til borgarinnar í dag, liðið mætir Manchester City í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni á morgun.
Flug Real Madrid til Manchester gekk vel fyrir sig en vesenið byrjaði þegar liðið kom til Manchester.
Rútan sem átti að sækja Real Madrid liðið mætti ekki á svæðið. Sumir telja að þetta sé planað af City stuðningsmönnum.
En flestir telja þó aðeins um mistök sé að ræða en rútan kom hálftíma of seint á svæðið.
Fyrri leikur liðanna á Spáni í síðustu viku endaði með 1-1 jafntefli og því er allt galopið fyrir seinni leikinn á Ethiad á morgun.