Það var gleði í stúkunni hjá stuðningsmönnum Liverpool í gær þegar liðið vann sannfærandi sigur á Leicester. Nánast allan leikinn mátti heyra í útsendingu frá leiknum, stuðningsmennina syngja um Bobby Firmino.
Firmino spilaði ekki í gær en var með Liverpool liðinu og lagið hans var sungið nánast allan leikinn, Firmino fer frá Liverpool í sumar.
Liverpool á virkilega góða möguleika á Meistaradeildarsæti eftir mjög öflugan 0-3 sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Liverpool er með sigrinum aðeins stigi á eftir Manchester United og Newcastle sem sitja í Meistaradeildarsæti. Bæði lið eiga leik til góða á Liverpool.
Bæði United og Newcastle þurfa að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum til að halda í sætið.
Hér að neðan má sjá Firmino þakka stuðningsmönnum Liverpool fyrir sig.