Piers Morgan, frægasti stuðningsmaður Arsenal, segir að liðið hefði orðið enskur meistari ef félagið hefði fengið Cristiano Ronaldo á frjálsri sölu í janúar.
Morgan sem er einskonar talsmaður Ronaldo segir að framherjinn frá Portúgal hafi viljað koma til Arsenal í janúar.
„Segið það sem þið viljið, ef við hefðum fengið Ronaldo þegar hann fór frá United og út tímabilið. Hann vildi koma, þá hefðum við unnið deildina,“ segir Morgan,.
Morgan hefur horft á sína menn kasta frá sér titlinum á síðustu vikum og er Manchester City á barmi þess að verða meistari.
„Ronaldo kann að vinna titla og skora mörk þegar þess þarf.“
Samningi Ronaldo við United var rift í nóvember, stærstu lið Evrópu vildu ekki fá hann og fór Ronaldo til Al-Nassr í Sádí Arabíu.