Andrew Jones nokkur er stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton. Hann virðist hins vegar alveg kominn með nóg.
Everton hefur gengið illa á leiktíðinni og situr í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á í hættu að falla úr ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn frá stofnun hennar.
Um helgina tapað liðið 0-3 fyrir Manchester City.
Jones er ársmiðahafi. Hann virðist hins vegar hafa týnt veski sínu á dögunum. Twitter-notandi fann veskið með ársmiðanum og lét vita af því á Twitter að hann færi með það í miðasölu félagsins.
Jones hafði hins vegar engan áhuga á að fá ársmiða sinn og veskið til baka.
„Eigðu það,“ skrifaði hann.
Hafa þessi samskipti vakið mikla athygli og ratað í enska miðla.
Just found a wallet on the way to the ground main stand seat! Will hand it in to the main ticket office pic.twitter.com/jEq9d8KvLs
— a_ntonia 💙 (@antoniaellenw) May 14, 2023