Neymar leikmaður PSG hefur sett enn meiri olíu á eldinn hjá stuðningsmönnum PSG með því að mæta og fagna titlinum með leikmönnum Barcelona.
Stuðningsmenn PSG hafa fengið miklu meira en nóg af Neymar og vilja losna við hann í sumar, mættu þeir fyrir utan heimili hans á dögunum og létu vita af því.
Barcelona varð spænskur meistari á sunnudag og leikmenn liðsins fögnuðu saman í gær, þar var Neymar mættur og fagnaði með samherjum sínum.
Neymar lék með Barcleona til ársins 2017 en var þá keyptur til PSG fyrir 222 milljónir evra og er hann dýrasti leikmaður sögunnar.
Neymar hefur ekki fundið taktinn undanfarna mánuði hjá PSG og vill franska félagið losna við hann í sumar.
🚨🚨✅| Confirmed: Neymar arrived in Barcelona yesterday and celebrated the La Liga title with the first team in a club.@gerardromero [🎖️] pic.twitter.com/AYhJCiKaIL
— Managing Barça (@ManagingBarca) May 15, 2023