fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
433Sport

Endurkoma Arsenal í deild þeirra bestu verður ekki auðveld sökum árangurs síðustu ára – Svona gæti martraðarriðill litið út fyrir Arteta og hans menn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 21:30

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er að snúa aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta sinn síðan tímabilið 2016-2017. Liðið gæti lent í erfiðum riðli.

Það er nokkuð ljóst að lærisveinar Mikel Arteta hafna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Liðið var lengi vel í bílstjórasætinu um Englandsmeistaratitilinn en slæmt gengi undanfarið þýðir að Manchester City er komið með níu fingur á hann.

Þrátt fyrir það er um að ræða besta árangur Arsenal í háa herrans tíð og liðið á leið í Meistaradeildina á ný.

Þar er þó líklegt að Skytturnar verði í þriðja styrkleikaflokki, sökum dræmrar uppskeru á stærsta sviði Evrópu undanfarin ár.

Í efsta styrkleikaflokki verða sigurvegarar stærstu deilda Evrópu, sem og sigurvegarar Meistara- og Evrópudeildar.

Annar styrkleikaflokkur verður sterkur einnig og gæti innihaldið lið á borð við Real Madrid.

Í fjórða styrkleikaflokki eru lökustu liðin en þó engir aukvissar. Lið eins og Marseille gætu ratað þangað.

Breska götublaðið The Sun setti að gamni saman dauðariðil – jafnvel martraðarriðil – fyrir Arsenal í Meistaradeildinni í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður United rak upp miðfingurinn er ljósmyndarar smelltu af

Leikmaður United rak upp miðfingurinn er ljósmyndarar smelltu af
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klárt að leikmaður Chelsea fer til Juventus

Klárt að leikmaður Chelsea fer til Juventus
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo kominn í 920 mörk – Tvær stjörnur nálægt honum

Ronaldo kominn í 920 mörk – Tvær stjörnur nálægt honum
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Hojlund byrjar

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Hojlund byrjar
433Sport
Í gær

Segist ekki þurfa að ná topp fjórum á tímabilinu – Voru um tíma bendlaðir við titilbaráttu

Segist ekki þurfa að ná topp fjórum á tímabilinu – Voru um tíma bendlaðir við titilbaráttu
433Sport
Í gær

Vonar að hann yfirgefi Liverpool í janúar – ,,Verður að spila fleiri mínútur“

Vonar að hann yfirgefi Liverpool í janúar – ,,Verður að spila fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Var frammistaða gærdagsins síðasti naglinn í kistuna?

Var frammistaða gærdagsins síðasti naglinn í kistuna?