Það fóru þrír leikir fram í Bestu deild kvenna í kvöld.
Flestra augu voru í Garðabænum þar sem Stjarnan tók á móti Val í sannkölluðum stórleik.
Það fór svo að Stjörnukonur unnu sanngjarnan sigur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom þeim yfir strax á 8. mínútu. Staða heimakvenna varð svo enn vænlegri á 26. mínútu þegar Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom þeim í 2-0.
Gestunum tókst ekki að minnka muninn og koma sér inn í leikinn. Sterkur 2-0 sigur Stjörnunnar því staðreynd.
Stjarnan er með 7 stig í öðru sæti. Valur er með jafnmörg stig en í fjórða sæti.
Stjarnan 2-0 Valur
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Selfoss tók þá á móti Tindastól. Melissa Alison Garcia kom gestunum yfir en heimakonur svöruðu með mörkum frá Kötlu Maríu Þórðardóttur og Evu Lind Elíasdóttur á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks.
Katla innsiglaði svo 3-1 sigur Selfoss snemma í seinni hálfleik.
Selfoss er í sjöunda sæti með 4 stig en Tindastóll á botninum með 2.
Selfoss 3-1 Tindastóll
0-1 Melissa Alison Garcia
1-1 Katla María Þórðardóttir
2-1 Eva Lind Elíasdóttir
Loks vann FH 3-1 sigur á Keflavík í Hafnarfirði. Liðið komst í 2-0 snemma leiks með mörkum frá Örnu Eiríksdóttur og Shaina Faiena Ashouri.
Alma Rós Magnúsdóttir minnkaði muninn fyrir Keflavík eftir tæpan klukkutíma leik en Esther Rós Arnarsdóttir innsiglaði sigur FH í lokin.
FH er í áttunda sæti með 4 stig, jafnmörg og Keflavík sem er sæti neðar.
FH 3-1 Keflavík
1-0 Arna Eiríksdóttir
2-0 Shaina Faiena Ashouri
2-1 Alma Rós Magnúsdóttir
3-1 Esther Rós Arnarsdóttir