Real Madrid ætlar sér stóra hluti á markaðnum í sumar en allt stefnir í að Jude Bellingham komi til félagsins frá Borussia Dortmund.
Bellingham er 19 ára gamall enskur miðjumaður sem öll stærstu lið Evrópu vildu fá en Real Madrid virðist ætla að krækja í kauða.
Sky Sports segir að þar með sé Real Madrid svo sannarlega ekki hætt á markaðnum og vilji félagð fá tvo risa í viðbót til félagsins.
Segir að Real Madrid vilji fá Kylian Mbappe frá PSG og Alphonso Davies bakvörð FC Bayern.
Mbappe var á barmi þess að fara til Real fyrir ári síðan gerði tveggja ára samning í París, franska félagið gæti því selt hann í sumar til að missa hann ekki frítt.
Davies er að margra mati besti vinstri bakvörður fótboltans og ljóst er að Real Madrid þarf að borga væna summu til að fá hann til félagsins.