Erling Haaland framherji Manchester City var allur í sárum eftir harðan slag við Yerry Mina varnarmann Everton í gær. City vann sannfærandi sigur á Everton í gær.
Minna og Haaland voru að slást allan leikinn og fannst mörgum varnarmaðurinn ganga full hart fram, hann virðist hafa klórað Haaland allan.
Pep Guardiola fór til Minna eftir leikinn og virtist skamma hann hressilega fyrir meðferðina á þeim norska.
Haaland skoraði eitt mark og hefur skorað 36 deildarmörk á sínu fyrsta tímabili með Manchester City.
City þarf einn sigur úr síðustu þremur leikjum tímabilsins til þess að verða enskur meistari.