Chris Coleman, fyrrum landsliðsþjálfari Wales, er að taka við Olympiakos í Grikklandi samkvæmt nýjum fregnum.
Coleman hefur gert góða hluti með Atromitos þar í landi en með félaginu leikur Viðar Örn Kjartansson.
Annar Íslendingur er á mála hjá Olympiakos en það er markmaðurinn Ögmundur Kristinsson sem fær þó engan spilatíma.
Coleman var orðaður við íslenska landsliðið á sínum tíma áður en Erik Hamren tók við fyrir fimm árum síðan.
Coleman hefur þjálfað Atromitos undanfarna 17 mánuði en hann kom Wales einnig í undanúrslit EM árið 2016.