fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Hrafnkell segir ákvörðun Skagamanna fyrir stórleikinn „galna“

433
Þriðjudaginn 9. maí 2023 22:00

Frá leiknum. Mynd/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA tók á móti Grindavík í stórleik 1. umferðar Lengjudeildar karla á föstudag.

Gestirnir fóru afar vel af stað og kom Dagur Ingi Hammer Gunnarsson þeim yfir strax á 4. mínútu leiksins. Guðjón Pétur Lýðsson tvöfaldaði forystu Grindvíkinga með frábæru aukaspyrnumarki á 27. mínútu.

Það var leikið á Norðurálsvellinum, aðalvelli ÍA sem er grasvöllur. Var hann alls ekki í góðu ástandi.

„Fyrir mér er galið að ÍA skildi ákveða að spila á þessum velli því þeir eru, að mínu mati, með töluvert sprækara lið en Grindvíkingar. (Akranes)Höllin hefði hentað þeim betur,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í markaþætti Lengjudeildarinnar hér á 433.is.

video
play-sharp-fill

Hann útskýrði sitt mál.

„Grindvíkingar eru reynslumiklir, líkamlega sterkir og gerðu nákvæmlega það sem átti að gera á þessum velli,“ sagði Hrafnkell og bætti við að fólk ætti ekki að lesa of mikið í úrslitin.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér ofar en svipmyndir úr leiknum eru hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson
Hide picture