fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

Yfirgefur Liverpool eftir hörmungar tíma – Svona vill hann kveðja

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2023 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Arthur er þakklátur fyrir tíma sinn hjá Liverpool þó svo að hann hafi alls ekki farið eftir áætlun.

Arthur kom á láni frá Juventus síðasta haust. Liverpool greiddi 4,5 milljónir evra fyrir lánið og innihéldu skiptin kaupmöguleika upp á 37,5 milljónir evra. Ljóst er að hann verður ekki nýttur.

Brasilíumaðurinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla og ekki unnið sig inn í liðið eftir að hann náði sér af þeim. Hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum, einum í deildabikarnum og einum í Meistaradeild Evrópu frá komunni á Anfield.

„Ég er tilbúinn í næstu áskorun. Vonandi get ég kvatt Liverpool með því að spila einhverjar mínútur,“ segir Arthur, sem enn á eftir að koma við sögu í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum, félaginu og Klopp. Hann hefur alltaf komið vel fram við mig. Það hefur verið heiður að vinna með honum.“

Arthur skilur ástæður þess að hann fái ekki að spila nú og horfir til framtíðar.

„Nú þegar ég hef náð mér væri ég auðvitað til í að spila meira en ég skil stöðuna núna. Hún er öðruvísi en þegar ég kom.

Mér líður mjög vel núna. Ég tel að La Liga gæti verið möguleiki fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Roy Keane sturlaðist af reiði í beinni – Las yfir Bruno Fernandes

Roy Keane sturlaðist af reiði í beinni – Las yfir Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besti árangurinn í 90 ár

Besti árangurinn í 90 ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi frá Manchester

Mikill áhugi frá Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Bruno er einstakur leikmaður“

„Bruno er einstakur leikmaður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Koma Mourinho til varnar eftir atvik vikunnar – „Hvernig getur faðir minn verið rasisti“

Koma Mourinho til varnar eftir atvik vikunnar – „Hvernig getur faðir minn verið rasisti“
433Sport
Í gær

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta
433Sport
Í gær

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“