fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
433Sport

Stjórn KSÍ hélt fund sinn á Akranesi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 22:30

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ fundaði miðvikudaginn 5. maí síðastliðinn og fór fundurinn að þessu sinni fram á Akranesi.

Í tengslum við stjórnarfundinn var fundað með fulltrúum Akraneskaupstaðar, þeim Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra, Steinari Adolfssyni sviðsstjóra og Sigurði P. Harðarsyni sviðsstjóra. Einnig sátu fundinn fulltrúar Knattspyrnufélags ÍA, þeir Eggert Herbertsson formaður og Eyjólfur V. Gunnarsson. Rædd voru ýmis sameiginleg hagsmunamál, m.a. um aðstöðu og ferðakostnað, auk þess sem rætt var um það hvernig fjárfesting í íþróttum skilaði sér margfalt til baka í bættri lýðheilsu.

Stjórnin skoðaði síðan aðstöðu knattspyrnufélags ÍA og fékk kynningu frá Eggerti formanni ÍA um starfsemi félagsins og framtíðarhorfur, auk þess sem kynnt var afar áhugaverð stefnumótun ÍA sem gildir til 2028 og farið yfir lykilmælikvarða árangurs að mati félagsins. Ýmis önnur mál voru rædd, þ.á.m. áherslur ÍA á menntun þjálfara og hlutfall kynjanna í þjálfarastörfum félagsins, framtíðarskipulag mannvirkjamála, og hlutfall kvenna í fótbolta og áskorunina að fá stelpur í fótbolta.

Stjórn KSÍ lofaði ÍA fyrir þá virðingu og sóma sem félagið sýnir sögu félagsins og þeim einstaklingum sem hafa lagt af sitt af mörkum við framgang knattspyrnunnar á Akranesi.

Í kjölfarið var svo stjórnarfundur og að fundinum loknum var haldin óformleg samverustund stjórnar ÍA og stjórnar KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Roy Keane sturlaðist af reiði í beinni – Las yfir Bruno Fernandes

Roy Keane sturlaðist af reiði í beinni – Las yfir Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besti árangurinn í 90 ár

Besti árangurinn í 90 ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi frá Manchester

Mikill áhugi frá Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Bruno er einstakur leikmaður“

„Bruno er einstakur leikmaður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur sem geta farið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Koma Mourinho til varnar eftir atvik vikunnar – „Hvernig getur faðir minn verið rasisti“

Koma Mourinho til varnar eftir atvik vikunnar – „Hvernig getur faðir minn verið rasisti“
433Sport
Í gær

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta

Situr undir sóðalegum áróðri eftir að hafa eignast kærasta
433Sport
Í gær

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“

Skemmdarvargurinn í Mosfellsbæ gaf sig fram nokkrum dögum eftir verknaðinn – „Hann iðrast mjög“