Það er ljóst að Lionel Messi mun semja við nýtt félag í sumar. Það á bara eftir að koma í ljós hvar það verður en Sádi-Arabía þykir líklegur áfangastaður.
Hinn 35 ára gamli Messi var settur í tveggja vikna bann af félagi sínu, Paris Saint-Germain, á dögunum. Argentínumaðurinn hafði einmitt farið til Sádi-Arabíu, þar sem hann er sendiherra ferðaiðnaðar, á sama tíma og hann átti að vera á æfingu.
Christophe Galtier hafði sett á aukaæfingu eftir tap PSG gegn Lorient. Messi bjóst ekki við því og fór í sitt ferðalag.
Í kjölfar þess að Messi var settur í bann var greint frá því að hann væri á förum frá PSG í sumar.
Síðan hefur hann verið orðaður við nokkur félög. Aðallega hafa hans fyrrum lið, Barcelona og Al-Hilal í Sádi-Arabíu verið nefnd til sögunnar.
Börsungar eru í fjárhagsvandræðum og þykir líklegra að Messi endi í Sádi-Arabíu.
Al-Hilal er að undirbúa samning sem myndi færa Messi 400 milljónir punda.
Þá segir El Chiringuito frá því að félagið ætli að bjóða Sergio Busquets og Jordi Alba, fyrrum liðsfélögum Messi hjá Barcelona, samninga.
Samningur Busquets við Börsunga er að renna út en Alba á ár eftir af samningi sínum. Hann er þó til í að fara í sumar.
🚨 MESSI JUGARÁ EN ARABIA SAUDÍ 🚨
💣 EXCLUSIVA @elchiringuitotv y @marsallorente
🙌🏻 El argentino aceptará la propuesta del Al Hilal.
👉🏻 Busquets también aceptará una oferta por dos temporadas del club árabe y Jordi Alba irá si acuerda la rescisión con el Barça. pic.twitter.com/ZsNlO0CnGq
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) May 8, 2023