Sheik Jassim sem vonast eftir því að kaupa Manchester United er stórhuga þegar kemur að leikmannamálum félagsins. Hann vill ekki kaupa Neymar eins og sögur hafa verið um.
Jassim frá Katar er samkvæmt Bild með þriggja manna lista af stórstjörnum sem hann vill helst fá til Manchester United.
Bild segir að Jassim vilji fá Kylian Mbappe frá PSG en hann vill einnig fá Kingsley Coman miðjumann FC Bayern.
Þá er Eduardo Camavinga miðjumaður Real Madrid einnig á lista hjá Sheik Jassim sem virðist stórhuga takist honum að kaupa félagið. Það kemur í ljós á næstu dögum hvaða ákvörðun Glazer fjölskyldan tekur.
Félagið hefur verið í söluferli í heilt ár en á næstunni virðist koma í ljós hvort SHeik Jassim eignist félagið eða Sir Jim Ratcliffe.