Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ fóru yfir uppgjör sambandsins við Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfara. Ekki kemur þó fram hvernig málið er statt.
Stjórn KSÍ ákvað að reka Arnar Þór úr starfi seinna partinn í mars en Age Hareide er tekinn við. Stjórnarfundur KSÍ fór fram 14 apríl þar sem stjórnin samþykkti samning Hareide.
Eftir að það fóru Vanda og Klara yfir uppgjör við Arnar, samkvæmt því sem komið hefur fram á Arnar líklega rétt á launum langt fram á næsta ári.
Úr fundargerð KSÍ
1. Rætt var um landsliðsþjálfaramál.
a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fór vel yfir og upplýsti stjórn um það hvernig staðið var að leit að nýjum landsliðsþjálfara og fór yfir feril Åge Hareide.
b. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti stjórn KSÍ samningdrög við Åge Hareide.
c. Stjórn KSÍ samþykkti ráðningu Åge Hareide sem landsliðsþjálfara A landsliðs karla.
d. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fóru yfir uppgjörsmál við fyrrverandi þjálfara.