Lionel Messi er mættur til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni.
Kappinn lék í afar óvæntu 1-3 tapi Paris Saint-Germain gegn Lorient á heimavelli á sunnudag. Lið hans er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru til stefnu.
Eftir leik fór Messi svo upp í flugvél og til Sádi-Arabíu.
Lionel Messi took advantage of the day off from PSG and traveled with his family to Saudi Arabia, where last year he was appointed as a tourist ambassador.👑🤩👨👩👦👦🦌🇸🇦 pic.twitter.com/74fHPjOB5R
— Albiceleste News 🏆 (@AlbicelesteNews) May 1, 2023
Messi er sendiherra ferðaiðnaðarins í landinu og fer því í árlega ferð þangað vegna þess.
Talið er að Argentínumaðurinn gæti þénað yfir þrjá milljarða á ári fyrir að auglýsa Sádi-Arabíu. Inni í samningi hans við landið er ferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ári.
Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og hefur hann meðal annars verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.
Eins og flestir vita er portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo á mála hjá Al-Nassr þar í landi.