fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Síðasta sumar tók mikið á Gary – „Ég varð bensínlaus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 14:04

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, leikmaður Selfoss, er eðlilega orðinn mjög spenntur fyrir því að hefja keppnistímabilið í Lengjudeildinni. Hans liði er spáð slæmu gengi en Gary hefur meiri trú á liðinu.

Lengjudeild karla rúllar af stað á föstudag. Selfoss tekur á móti Aftureldingu í fyrsta leik.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að byrja. Ég er búinn að sjá nokkra mjög góða leiki í Bestu deildinni,“ segir Gary í ítarlegu viðtali við 433.is í dag.

Þjálfarar, fyrirliðar og formenn liða í deildinni spá Selfossi í 11. sæti og þar með falli úr Lengjudeildinni fyrir tímabil. Af hverju er það?

„Af því að við erum með mjög ungt lið. Þetta skiptir mig samt engu máli. Í fyrra var okkur spáð áttunda eða níunda sæti og eftir þrettán leiki vorum við á toppi deildarinnar.

Þá urðum við bensínlausir. Ég varð klárlega bensínlaus. Það tímabil tók mikið á mig,“ segir Gary, en Selfoss hafnaði að lokum í níunda sæti Lengjudeildarinnar.

Selfoss hefur misst reynslumikla menn í vetur og að sögn Gary spilar það inn í hvar liðinu er spáð.

„Við erum með unga leikmenn en góðan þjálfara og erum með gæði í hópnum. Reynsla skiptir miklu máli svo ég skil af hverju okkur er spáð þarna.“

Gary bendir á að Selfoss eigi frábæran markvörð í hinum 21 árs gamla Stefáni Þór Ágústssyni.

„Hann er einn sá besti á landinu að mínu mati og ég vona að hann fái þá virðingu sem hann á skilið,“ segir hann.

„Ég held að það verði í lagi með okkur. Við erum ekki með svo stóran hóp en við erum með ungan hóp. Vonandi meiðast ekki margir.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill

433.is verður heimili Lengjudeildarinnar í sumar. Þar verður völdum leikjum lýst og markaþættir eftir hverja umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Ólöf Tara er látin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór: „Samband okkar hefur ekkert breyst“

Gylfi Þór: „Samband okkar hefur ekkert breyst“
433Sport
Í gær

Sigfús ómyrkur í máli – Segir þetta „Skandal“ og „Óskiljanlegt“

Sigfús ómyrkur í máli – Segir þetta „Skandal“ og „Óskiljanlegt“
433Sport
Í gær

Ísland mætir Færeyjum

Ísland mætir Færeyjum
Hide picture