fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Klopp með athyglisverð skilaboð til stuðningsmanna Liverpool – Segir þeim að hætta að syngja um sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 09:30

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp vill ekki að stuðningsmenn Liverpool syngi nafn sitt á meðan leik stendur.

Þetta sagði þýski stjórinn eftir magnaðan sigur Liverpool á Tottenham um helgina.

Liverpool komst í 3-0 en missti forskotið niður í 3-3 í lokin, áður en liðið gerði sigurmarkið í blálokin.

„Ekki syngja lagið um mig. Ef þið viljið syngja það, gerið það á barnum eftir leik eða eitthvað,“ segir Klopp.

„Það er nánast eins og leikurinn sé að klárast. Við erum 3-0 yfir eftir 15 mínútur og þau fara að syngja „Ég er svo glaður að Jurgen sé rauður.“ Ég hugsaði: Þetta er ekki búið.

Það væri mjög gott ef þau gætu geymt þetta þar til síðar.“

Liverpool er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 7 stigum á eftir Manchester United sem á leik til góða. Það er því hæpið að lærisveinar Klopp nái Meistaradeildarsæti, sem verða að teljast mikil vonbrigði.

Annað kvöld tekur Liverpool á móti Fulham. Myndi sigur styrkja stöðu liðsins í baráttunni um Evrópudeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Ólöf Tara er látin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristian Nökkvi skiptir um félag

Kristian Nökkvi skiptir um félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“

Grátbáðu hann um að vera áfram – ,,Hann sendi mér skilaboð en ég mætti aldrei aftur“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór: „Samband okkar hefur ekkert breyst“

Gylfi Þór: „Samband okkar hefur ekkert breyst“
433Sport
Í gær

Sigfús ómyrkur í máli – Segir þetta „Skandal“ og „Óskiljanlegt“

Sigfús ómyrkur í máli – Segir þetta „Skandal“ og „Óskiljanlegt“
433Sport
Í gær

Ísland mætir Færeyjum

Ísland mætir Færeyjum